Hjaltadalsheiði

Hjaltadalsheiði, forn göngu­leið yfir fjall­garð­inn milli Hjalta­dals og Hörg­ár­dals. Heið­in sjálf um 1000 m en fjöll beggja vegna 1200–1300 m. Leið­in yfir heið­ina var tal­in hættu­leg og villu­gjörn enda hafa menn oft orð­ið úti á henni. Árið 1726 varð þar úti Jón Vídalín, sonur Páls lög­manns, og tveir með hon­um.