Hjaltadalsheiði, forn gönguleið yfir fjallgarðinn milli Hjaltadals og Hörgárdals. Heiðin sjálf um 1000 m en fjöll beggja vegna 1200–1300 m. Leiðin yfir heiðina var talin hættuleg og villugjörn enda hafa menn oft orðið úti á henni. Árið 1726 varð þar úti Jón Vídalín, sonur Páls lögmanns, og tveir með honum.