Hjaltastaður, kirkjustaður og prestssetur til 1919. Þar gerðist sagan um Hjaltastaðarfjandann upp úr miðri 18. öld. Sá talaði langtímum saman við heimilisfólk, fór um það háðulegum orðum, skoraði á það í glímu en þeytti upp hurðum þess á milli og rak upp öskur svo ljót að furðu gegndi. Skammt frá Hjaltastað er félagsheimilið Hjaltalundur.