Hjaltastaður

Hjalta­stað­ur, kirkju­­­stað­ur og prests­­set­ur til 1919. Þar gerð­ist sag­an um Hjalta­­stað­ar­fjand­ann upp úr miðri 18. öld. Sá tal­aði lang­tím­um sam­an við heim­il­is­fólk, fór um það háðu­­leg­um orð­um, skor­aði á það í glímu en þeytti upp hurð­um þess á milli og rak upp ösk­ur svo ljót að furðu gegndi. Skammt frá Hjaltastað er félags­heimilið Hjalta­lund­ur.