Hjarðarholt

Hjarðarholt, kirkju­stað­ur, höf­uð­ból fornt og sögu­stað­ur. Þar bjó Ólaf­ur pá og þar fædd­ist Kjart­an Ólafs­son. Prests­set­ur lengi. Á 18. öld var þar prest­ur Gunn­ar Páls­son (1714–91) ágæt­ur fræði­mað­ur og skáld gott. Á fyrstu tug­um 20. ald­ar hélt síra Ólaf­ur Ólafs­son (1860–1935) þar ung­linga­skóla.