Hjarðarholt, kirkjustaður, höfuðból fornt og sögustaður. Þar bjó Ólafur pá og þar fæddist Kjartan Ólafsson. Prestssetur lengi. Á 18. öld var þar prestur Gunnar Pálsson (1714–91) ágætur fræðimaður og skáld gott. Á fyrstu tugum 20. aldar hélt síra Ólafur Ólafsson (1860–1935) þar unglingaskóla.