Hjörleifshöfði

Hjörleifshöfði, stakt móbergsfjall, 222 m á hæð og hömrum gyrt­ur, gró­inn mikið að ofan. Þar var einn bær sem fór í eyði 1937.

Mjög mikil fýlatekja var í höfðanum.

Frægur úr Land­náma­bók. Þar hafði Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir Ing­ólfs Arnar­sonar, vetur­setu og þar var hann veginn.