Hlíðarendakot, þar ólst upp Þorsteinn Erlingsson skáld (1858–1914), og gerði garðinn frægan í kvæðum sínum. Minnismerki Þorsteins er reist skammt fyrir innan bæinn í fögrum trjálundi, Þorsteinslundi, gert af Nínu Sæmundsson. Þar rétt hjá fellur smálækur, Drífandi, fram af berginu í fögrum fossi.