Hnausatjörn

Hnausar, býli reist á skriðu er féll úr Vatnsdalsfjalli 1545, kölluð Skíða­staðaskriða en hún tók af bæinn Skíðastaði og fórust þar 14 manns. Um 40 árum síðar var bær reistur þar sem nú eru Hnausar. Jósep Skaftason (1802–75), fyrsti læknir í vesturhluta Norðuramts, sat á Hnausum. Austan við Hnausa er Hnausatjörn sem varð til í skriðunni. Í Hnausa­kvísl drukkn­aði séra Þorvaldur Bjarnason, merkisprestur á Melstað, vorið 1906.