Hnjótur

Hnjótur, þar er merki­legt minja­safn sem Eg­ill Ólafs­son (1925–1999) byggði upp af mikl­um mynd­ar­skap og af­henti svo sýslunni. Þar er að finna einstætt safn merkilegra muna frá nágrannabyggðum. Þar er líka fjöldinn allur af munum sem tengjast atvinnusögu fyrri hluta 20. aldar. Þessir munir veita góða innsýn í lífsbaráttu fólks og þá útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni sem fólk varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á Hnjóti er knörr sem not­að­ur var við há­tíða­höld­in í Vatns­firði 1974 og nýlega bætt­ist í safn­ið hluti af skips­flaki sem fannst í Hafn­ar­vaðli og talið er vera frá 1694. Ár­ið 1998 var reist að Hnjóti minn­is­merki eftir Bjarna Jóns­son. Ríkisstjórn Íslands stóð straum af uppsetningu minnismerkisins til heiðurs af­rek­um íslenskra björgunarmanna við björgun innlendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað.