Hofsárdalur, syðstur og mestur Vopnafjarðardala. Breiður neðst en þrengist um Bustarfell og endar í þröngri skoru, Fossdal. Um hann fellur Hofsá, mikil veiðiá. Vestan að dalnum lágur háls en svipmikil háfjöll að austan er rísa hæst í Smjörfjöllum 1251 m. Sveitin grösug og búsældarleg.