Hofsstaðir

Hofsstaðir, neðsti bær Skútu­staða­hrepps, við Laxá. Þar grófu Dani­el Bru­un (1856–1931) og Finn­ur Jóns­son (1858–1934) upp rúst sem tal­in var hoft­ótt 1908. Rann­sókn­ir á 10. áratug 20. aldar leiddu í ljós að um óvenjustóran bæ frá 10. eða 11. öld væri að ræða.