Hólavatn

Hólar, kirkju­stað­ur. Þar bjó á 17. öld Magn­ús Bene­dikts­son, við­rið­inn eitt af ljót­ustu glæpa­mál­um þess tíma. Var hann sak­að­ur um morð á stúlku sem fannst lát­in í Eyja­fjarð­ará og var tal­in þunguð af hans völd­um. Um hann er sögu­þátt­ur eft­ir síra Jónas Jón­as­son. Skammt fyr­ir sunn­an Hóla er Hóla­vatn, veiði­vatn, við það sum­ar­búð­ir kristi­legs æsku­fólks.