Hólmar

Hólmar, prests­set­ur til 1930, kirkju­stað­ur til 1909. Mik­il hlunn­inda­jörð fyrr­um. Deilur vegna veitingar prestakallsins 1880 leiddu til stofnunar fyrsta fríkirkjusafnaðar á landinu. Safnaðarstarfið stóð í 50 ár. Á Lang­hömrum á Hólmahálsi, ofan vegar, er völvuleiði sem Eskfirðingar hafa ný­lega gert upp. Þar mun hvíla seiðkona sem á að hafa mælt svo fyrir að meðan eitthvert bein væri óbrotið í sér myndi hún halda verndar­hendi yfir byggð­inni. Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum huldi hún fjörðinn þoku svo þeir snéru við. Vegvísir er að leiðinu.