Hólmavík

Hólmavík, kauptún, í landi Kálfaness. Verslun hófst þar 1895 en áður höfðu lausakaupmenn verslað í Skeljavík þar í grennd og heitir þar Skipatangi. Aðalatvinnuvegir; verslun, útgerð og fiskvinnsla. Núverandi kirkja var vígð 1968. Kaffihús, veitingahús, gistiheimili, sundlaug og upplýsingamiðstöð. Flugvöllur.

Strandir eru órjúfanlega tengdar galdrafári 17. aldar og eru þeirri sögu gerð frábær skil á Galdrasafninu sem og í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði í um 20 mínútna akstursfæri frá Hólmavík.