Hólmsá

Hólmsá, jökulá sem fær mest vatn sitt úr Mýrdalsjökli, straumhörð og vatnsmikil. Stundum fer hluti af Kötluhlaupum í Hólmsá. Í hlaupi 1918 tók af brúna. Efstu kvíslar Hólmsár af Mælifellssandi koma úr Mýr­dalsjökli, beggja vegna Mælifells, og undan suðausturhlíðum Torfa­jökuls. Vestan Mælifells rennur Brennivínskvísl, bergvatnsá sem rennur í Hólmsá, austan undir Svartafelli. Hólmsá kemur úr Hólmsárlóni.