Laxá, kemur úr Laxárdal en framhald hans, Endalausidalur, nær austur í Lón. Hægt er að veiða í ánni. Árið 1996 fundust rústir fornbýlis við bæinn Hólm í mynni Laxárdals. Þar skammt frá hefur verið grafið upp kuml ásamt lítilli rúst, en komið hafa fram kenningar um að þar séu rústir hofs eða blóthúss, en um það eru skiptar skoðanir fræðimanna. Ef kenningin reynist rétt er það í fyrsta sinn sem blótstaður frá víkingaöld finnst hér á landi og í norrænum heimi.