Hólsfjöll

Hólsfjöll, fyrrum Fjallahrepppur, lítil byggð og afskekkt austan Jökulsár á Fjöllum, í um 400 m y.s.

Austan að byggðinni eru lág móbergsfjöll. Hæstu stöku hnjúkar Grímsstaðakerling 859 m og Hólskerling 801 m. Fjallgarðarnir þar austan við, Dimmifjallgarður og Haugur eru víða um og yfir 900 m, hæst er Bunga, 983 m.

Víða sendið og uppblástur mikill en góð beitilönd enda var fé þaðan rómað fyrir vænleika.

1944 hófust aðgerðir til uppgræðslu. Í árslok 1991 tók gildi samkomulag milli bænda í Fjalla­hreppi og landbúnaðarráðuneytisins um að lausaganga búfjár í hreppnum legðist af. Síðan er svæðið í umsjá Landgræðslu ríkisins.

Flestir hafa verið þar átta bæir en nú aðeins tveir í byggð, Grímsstaðir og Nýhóll.

Kirkja er á Víðirhóli, en þar var prestssetur um tíma. Fjallahreppur var sameinaður Öxafjarðarhreppi 1994.

A church at Víðirhóll and formerly a parsonage.