Holt

Holt, sveitin milli Þjórsár og Ytri-Rangár, skiptast þar á ávöl holt vaxin móa- og valllendisgróðri, en mýrar á milli. Jarðvegur mjög þykkur og land grösugt, nær hvergi sér í stein eða flag. Nokkur stöðuvötn og tjarnir.