Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði, heiðarfláki milli Norðurárdals og Hrútafjarðar, hæst 407 metrar, mýrlend og vötnótt. Hefur löngum verið alfaraleið milli Norður– og Suðurlands. Urðu þar oft slys og manntjón fyrrum. Er til fjöldi sagna um slíka válega atburði og segja sumir að 10 til 20 menn hafið farist á heiðinni í einu. Þar þótti reimt fyrrum.

Holtavörðuheiði og nágrenni er mikið rjúpnaland.

Af heiðinni er fagurt að sjá til Eiríksjökuls og Langjökuls..