Hörðudalur

Hörðudalur, syðst­ur dala í Dala­sýslu. Um hann renn­ur Hörðudalsá. Dal­ur­inn klofn­ar í Víf­ils­dal og Laug­ar­dal. Neðst í Laug­ar­dal var sund­laug hjá eyði­býl­inu Laug­um. Eng­in kirkja er í Hörðu­dals­hreppi og mun aldrei hafa ver­ið og er slíkt all­ó­venju­legt. Kirkju­sókn eiga Hörð­dæl­ing­ar að Snóks­dal sem er í Mið­dala­hreppi. Hálf­kirkja var á Hrafna­björg­um og Dunk, enn­frem­ur voru bæn­hús í hreppn­um. Reið– og jeppavegur er úr Laugardal um Sópandaskarð suður í Langavatnsdal.