Hörgsland, þar var einn af fjórum holdsveikraspítölum á 17. og 18. öld. Þar var prestur á Hörgslandi Magnús Pétursson (um 1600–86), mikilhæfur gáfumaður, ákvæðaskáld og galdramaður, m.a. þekktur fyrir drauma sína,vitranir og kvæðið Tyrkjasvæfu. Auk þess að hafa stuggað Tyrkjum burtu með galdri var Magnús seigur við að kveða niður drauga, m.a. Höfðabrekku–Jóku í Mýrdal og Flóða–Labba undir Eyjafjöllum.