Hörgsland

Hörgsland, þar var einn af fjórum holdsveikraspítölum á 17. og 18. öld. Þar var prestur á Hörgslandi Magnús Pétursson (um 1600–86), mikil­hæf­ur gáfumaður, ákvæðaskáld og galdramaður, m.a. þekktur fyrir drauma sína,vitranir og kvæðið Tyrkjasvæfu. Auk þess að hafa stuggað Tyrkjum burtu með galdri var Magnús seigur við að kveða niður drauga, m.a. Höfða­­brekku–Jóku í Mýrdal og Flóða–Labba undir Eyjafjöllum.