Höskuldsstaðir

Höskuldsstaðir, kirkjustaður og prestssetur. Margir merkir prestar hafa setið þar, m.a. Magnús Pétursson (1710–84) sem reit annál, og Eggert Ó. Briem (1840–93) mikill lærdómsmaður. Þar fæddust bræðurnir Sigurður Stefánsson (1744–98), síðastur Hólabiskupa, og Ólafur stiftamtmaður, ætt­faðir Stephensenanna. Í kirkjugarðinum fannst rúnalegsteinn frá fyrri hluta 14. aldar, aðeins hafa fundist tveir slíkir steinar hér á landi.