Höttur

Höttur, líp­ar­ít­fjall, 1106 m, við Hjálp­leysu. Talið er að hann hafi áður heit­ið Hátúns­hött­ur sem nefnd­ur er í Rönku­fót­s­rímu síra Stef­áns Ólafs­son­ar. Páll Ólafs­son seg­ir í ljóða­bréfi:

Ég skal vera vin­ur þinn
véla­laus og trygg­ur,
þar til herra Hött­ur­inn
Hjálp­leys­una ligg­ur.