Hrærekshóll

Kálfsskinn, Hrærekur konungur á að hafa setið þar og verið heigður þar í túninu. Þar segir sagan að Hrærekur konungur af Heiðmörk í Noregi, lyki æfi sinni, eftir að Ólafur helgi Noregskonungur lét blinda hann og flytja til Íslands. Heitir þar Hrærekshóll. Á hólnum eru sögð hvíla þau álög, að ef hann verði jafnaður við jörðu, muni kirkjan að Stærra–Árskógi brenna til kaldra kola.