Hrafnkelsdalur

Hrafnkelsdalur, afdalur frá Jökuldal, alllangur og breiður, víða grösugur og víðikjarr. Jarðhiti á nokkrum stöðum. Fyrrum voru þar nokkrir bæir, nú aðeins tveir, Vaðbrekka og Aðalból. Þar hafa fundist mannvistarleifar frá söguöld og hefur Sveinbjörn Rafnsson prófessor skrifað um þær bókina Byggð­ar­leif­ar í Hrafn­kels­dal og á Brú­ar­döl­um.