Krafla, móbergsfjall 818 m, norður frá Námafjalli. Vestan í henni mikill jarðhiti, gufu– og leirhverir. Norðvestan í Kröflu er Víti, sprengigígur um 300 m í þvermál með grænu vatni í botni. Vestur af Kröflu er Leirhnjúkur/ en Hrafntinnuhryggur suðaustan við hana. Mannvirkjagerð vegna gufuvirkjunar hófst við Kröflu 1974 og var þá settur upp einn gufuhverfill sem skilaði 30 MW. Annar jafn stór hverfill var tekinn í notkun 1997. Jarðeldahrina varð í eldstöðvarkerfi Kröflu 1975–84. Urðu þar 9 smáeldgos í 7,5 km langri sprungu. Upptökin voru í Kröfluöskju, gamalli eldstöð.