Hraunhafnartangi, næstnyrsti tangi landsins og liggur norðurheimskautsbaugurinn skammt norðan við hann. Á tanganum er nyrsti viti á fastalandinu. Þar var Þorgeir Hávarsson veginn að sögn Fóstbræðra sögu eftir að hafa vegið 14 manns og er dys hans sögð þar, grjóthrúga mikil sem sést langt að. Á sjávarkambinum vestan við vitann má sjá dysjar þeirra 14 sem Þorgeir vó. Heiðið brúðkaup fór fram við dysina og færði allsherjargoði þar haugfórn. Síðan hafa heiðnir menn hvaðanæva lagt leið sína að haugnum.