Hraunhafnartangi

Hraunhafnartangi, næstnyrsti tangi lands­ins og ligg­ur norð­ur­heim­skauts­baug­ur­inn skammt norðan við hann. Á tang­an­um er nyrsti viti á fasta­land­inu. Þar var Þor­geir Háv­ars­son veg­inn að sögn Fóst­bræðra sögu eftir að hafa veg­ið 14 manns og er dys hans sögð þar, grjót­hrúga mik­il sem sést langt að. Á sjávar­kamb­in­um vest­an við vit­ann má sjá dysj­ar þeirra 14 sem Þor­geir vó. Heið­ið brúð­kaup fór fram við dys­ina og færði alls­herj­ar­goði þar haug­fórn. Síð­an hafa heiðn­ir menn hvað­an­æva lagt leið sína að haugn­um.