Hraunsvatn

Hraun, í Öxnadal er vestan ár. Þar fæddist Jónas Hall­­grímsson (1807–­45) skáld. Minningarstofa hans var opnuð þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu listaskáldsins góða. Þar verður rannsóknaraðstaða fyrir fræðafólk í bókmenntum, náttúruvísindum og stjórnmálum. Í landi Hrauns er einnig fólkvangur sem nefndur hefur verið Jónasarvangur. Upp af Hrauni er dalverpi er heitir Vatnsdalur, þar er Hrauns­vatn, 50–60m djúpt veiði­vatn. Í því drukkn­aði síra Hall­grímur faðir Jónasar skálds.