Hreppar

Hreppar, efstu sveit­ir Ár­nes­sýslu, milli Hvít­ár og Þjórs­ár: Hruna­manna­hrepp­ur og Skeiða– og Gnúp­verja­hrepp­ur. Lands­lag mjög ásótt og fell­ótt en grös­ugt og bú­sæld­ar­legt. Af­rétt­ar­lönd mik­il að baki byggð­ar­inn­ar. Milli hrepp­anna skil­ur Stóra–Laxá.