Hreppar, efstu sveitir Árnessýslu, milli Hvítár og Þjórsár: Hrunamannahreppur og Skeiða– og Gnúpverjahreppur. Landslag mjög ásótt og fellótt en grösugt og búsældarlegt. Afréttarlönd mikil að baki byggðarinnar. Milli hreppanna skilur Stóra–Laxá.