Hrísey

Hrísey, önnur stærsta eyja við Ísland, 11,5 km2, um 2 km undan Helluhöfða á Árskógsströnd. Aflöng, hæst að norðan 110 m. Öll gróin. Byggðin er öll syðst á eynni. Kirkja reist árið 1928. Safn og upplýsingamiðstöð eru í húsi Hákarla Jörundar sem er elsta hús eyjarinnar, byggt árið 1885. Húsið var reist úr viði skipa er ráku á land í Hrísey í ofviðri 11. september 1884. Minnismerki um Hákarla Jörund stendur fyrir ofan húsið. Hákarlalýsi frá Hrísey lýsti m.a. upp margar borgir í MiðEvrópu fram á fyrsta hluta tuttugustu aldar.

Í Hrísey er fuglalíf mikið og þar má finna um 40 tegundir, þar er einnig fuglaskoðunarhús. Í eynni eru engin meindýr, lausaganga katta, fugladráp og eggjataka eru bönnuð, sem hefur þau áhrif að m.a. rjúpan er einkar spök. Merktar gönguleiðir eru í eynni og liggja tvær þeirra um orkulindina sem endurspeglar orkuna sem er í Kaldbaki.Boðið er upp á vagnferðir með leiðsögn um eyjuna.