Hróarsholt, höfuðból fornt, stendur undir klettaási, Hróarsholtsklettum, víðsýnt þaðan. Þar var reistur 1999 minnisvarði um Freystein Gunnarsson (1892–1976), skólastjóra Kennaraskóla Íslands sem fæddur var í Vola, býli þar skammt frá sem nú er komið í eyði.