Hruni, kirkjustaður og prestssetur. Ofan við bæinn klettahaus, þykjast menn sjá þar mannsandlit, Hrunakarl. Hér á að hafa gerst þjóðsagan um dansinn í Hruna, en þá átti kirkjan að hafa staðið uppi á Hrunanum og er þar laut nokkur. Í Hruna mun vera fæddur Gissur jarl Þorvaldsson.