Hrútfell

Hrútfell, 1410 m hátt stapafell, vestanvert á Kili, hæst og tilkomumest fjalla þar. Jökull á kolli þess er um 10 km2 og falla frá honum fimm skriðjöklar. Skagfirskt nafn á Hrútfelli er Regnbogajökull eða Regnbúðajökull.