Húsið

Eyrarbakki, hluti Sveit­ar­fé­lags­ins Ár­borg­ar, kaup­tún, íbú­ar voru 544 1. jan 2012. Íbú­ar Eyr­ar­bakka stunda vinnu í sveit­ar­fé­lag­inu eða í næstu ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um t.a.m. á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fjöldi húsa er frá því um alda­mót­in 1900. Gam­an er að ganga um göt­ur á Eyr­ar­bakka því sögu­leg­ur andi svíf­ur yf­ir bæn­um á með­an brim­ið ber strönd­ina sem er ein­stak­lega stór­brot­in. Fjöl­breytt menn­ing­ar– og lista­líf er á Eyr­ar­bakka ásamt tjald­stæði, gistihúsum, veit­inga­húsi, versl­un, bens­ín­stöð, grunn­skóla, leik­skóla og bóka­safni. Barna­skól­inn á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri er elsti barna­skóli lands­ins frá 1852. Eyr­ar­bakki er forn versl­un­ar­stað­ur nið­ur við strönd­ina í Fló­an­um. Frá um 1100 og allt fram á fyrri hluta 20. ald­ar var höfn­in þar sú helsta á Suð­ur­landi, en mik­il­vægi henn­ar minnk­aði þeg­ar skip stækk­uðu. Blóma­tími Eyr­ar­bakka var frá miðri 19. öld og á fyrstu ára­tug­um 20. ald­ar. Íbú­ar af Suð­ur­landi komu lang­ar leið­ir að, til að versla á Eyr­ar­bakka. Eyr­ar­bakka­kirkja var vígð árið 1890. Merk­asti kirkju­grip­ur­inn er alt­ar­is­tafl­an, mál­uð af Lou­ise drott­ingu Krist­jáns IX kon­ungs Dan­merk­ur. Húsið á Eyr­ar­bakka er eitt elsta hús lands­ins, reist á vegum einokunarkaupmanna 1765, bjálkahús, flutt tilsniðið til landsins. Það var heimili kaupmanna og starfsfólks Eyrarbakka­verslunar til ársins 1926. Viðbygging, Assistentahúsið, reist 1881 fyrir danska búðarþjóna. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1992. Byggða­safn Árnesinga hefur verið með grunnsýningu sína í húsunum frá 1995. Sjó­minja­safn­ið á Eyr­ar­bakka er skammt frá Hús­inu. Þar er tein­ær­ing­ur­inn Far­sæll merk­ast­ur gripa. Eyr­ar­bakki leik­ur merki­legt hlut­verk í sögu Landa­­­funda en far­mað­ur­inn Bjarni Herj­ólfs­son var frá bæn­um Drep­s­tokki á Eyr­ar­bakka. Bjarni sigldi frá Eyr­ar­bakka í átt til Græn­­lands kring­um árið 1000. Hann lenti í haf­vill­um og kom að landi á meg­in­landi N–Am­er­íku, fyrst­ur Evr­ópu­manna. Nokkrum ár­um síð­ar vís­aði hann Leifi Ei­ríks­syni til hinna miklu landa í vestri, eins og þekkt er í Græn­lend­inga­sögu. Fuglafriðland­ið í Flóa er í Flóa­gafls­mýri norð­vest­an við Eyr­ar­bakka, og er varp­svæði fyr­ir vot­­lend­is­fugla. Friðland­ið stend­ur lágt; hæð yf­ir sjáv­ar­máli er að­eins 2 m, göngu­­leið­ir, upplýsinga­skilti.