Hvalfjörður

Hvalfjörður, mestur fjörður á Suðvesturlandi, um 30 km langur og 84 m djúpur þar sem hann er dýpstur. Fyrrum mikil siglingahöfn.

Á styrjaldarárunum 1940–45 var þar flotastöð bandamanna.

Árið 1402 kom þar út Einar Herjólfs­son og með honum svartidauði.

Sagan segir að fjörðurinn sé nefndur eftir hval sem var mjög grimmur og grandaði bátum og drekkti mönnum. Presturinn á Saurbæ leiddi hvalinn til sín með göldrum og grandaði honum eftir að hvalurinn hafði drekkt tveim sonum hans.