Hvalfjarðargöng, 5650 m löng, þar af göng undir sjó 3750 m, göng á landi 1375m og vegskálar við enda ganganna samtals 165 m. Tvær akreinar eru í syðri hluta ganganna, veghalli 4–7%, en þrjár akreinar í nyrðri hlutanum, veghalli allt að 8,1%.
Stofn– og rekstrarkostnaður er greiddur af vegfarendum með sérstöku veggjaldi.
Göngin voru opnuð fyrir umferð sumarið 1998 en vinna við gangagerðina hófst 1996.