Hvallátur

Hvallátur, vest­asta byggð á Ís­landi og Evrópu, rétt norð­an við Bjarg­tanga. Mik­il ver­stöð fyrr­um, marg­ar minj­ar fornra at­vinnu­hátta. Það­an var stjórn­að björg­un breska tog­ar­ans Dhoon und­ir Látra­bjargi í des­em­ber 1947, einu fræknasta björg­un­ar­af­reki við Ís­land. Á Brunn­um hjá Hval­látr­um er göm­ul ver­stöð, mik­ið skoð­uð af ferða­fólki. Þar er m.a. svo­nefnd­ur Kúl­ur­eit­ur, veg­leg­asta dys á Ís­landi, tal­in Tyrkja­dys. Af Látra­hálsi ligg­ur veg­ur á Kefla­vík­ur­bjarg en tor­leiði það­an nið­ur í Kefla­vík. Á Brunna­hæð­um er Gvend­ar­brunn­ur, vígð­ur af Guð­mundi bisk­upi hin­um góða. Við brunn­inn eru smá­vörð­ur sem menn hlóðu sér til far­ar­heilla.