Hvalnes, austasti bær í Lóni, stendur undir hrikalegu hamrafjalli, Eystra–Horni eða Hvalneshorni, sem það mun hafa heitið fyrrum. Landslag stórfenglegt og fagurt.
Í fjallinu og umhverfi þess finnst mikið af gabbró og granófýr, sjaldgæfum djúpbergstegundum á Íslandi.
Úr Hvalneskrók var fyrrum útræði og sóttu Norðlingar þangað. Þar er viti.
Í landi Hvalness var reistur lítill torfbær sem notaður var við töku kvikmyndarinnar Paradísarheimt.