Hvalnes

Hvalnes, austasti bær í Lóni, stend­ur und­ir hrika­legu hamra­fjalli, Eystra–Horni eða Hval­nes­horni, sem það mun hafa heit­ið fyrr­um. Landslag stór­feng­legt og fagurt.

Í fjall­inu og umhverfi þess finnst mikið af gabbró og granó­fýr, sjaldgæfum djúpbergstegundum á Íslandi.

Úr Hval­nes­krók var fyrr­um út­ræði og sóttu Norðlingar þang­að. Þar er viti.

Í landi Hval­ness var reist­ur lítill torf­bær sem not­að­ur var við töku kvik­mynd­ar­inn­ar Para­dís­ar­heimt.