Hvalnesskriður

Hvalnesskriður og Þvottárskriður liggja milli Lóns og Álftafjarðar. Þær leistu af hólmi veginn yfir Lónsheiði.

Þær eru ruddar í lausar malarskriður og því er nokkuð um smá steinhrun í þeim, einkum í miklum rigningum og hvassviðri.

Sveitarfélags– og sýslumörk eru um Krossanesfjall og Hvalnesskriður.