Hvalvatnsfjörður

Fjörður, tveir smá­firð­ir, Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður, aust­an Eyja­­fjarð­ar. Upp af þeim all­lang­ir, grös­ug­ir dal­ir sem góð­ar sil­ungs­ár falla eft­ir. Þar voru áður 13 bæir og auk þess einn í Keflavík. Á Þöngla­bakka var kirkju­stað­ur og prests­set­ur. Fjörður fóru í eyði þegar Tindriða­stað­ir, Botn og Þönglabakki fóru í eyði 1944. Jeppa­veg­ur liggur frá Grýtu­­­bakka um Leir­dalsheiði. Vinsælt gönguland er um þetta svæði.