Hvammsfjall

Hvammsfjall, nyrst á mik­illi hnjúka­röð sem er hin fríð­asta og minn­ir á tröllaukn­ar húsa­burst­ir. Flest­ir hnjúk­arn­ir og skörð­in milli þeirra draga nöfn af bæj­un­um, Hofs­skarð, Þrí­klakk­ar, Þrast­ar­hóls­hnjúk­ur, Hall­gils­staða­hnjúk­ur, Stað­ar­skarð fyrir ofan Möðru­velli, og endar í Fálka­haus eða Forn­haga­öxl, 703 m, til­komu­mik­illi kletta­öxl.