Hvammsmörk

Hvammur og Hvammsvík, útivistarsvæði í eigu Hitaveitu Reykjavíkur. Árið 1998 fékk Skógræktarfélag Reykjavíkur umráð yfir um 100 hektara spildu til skógræktar og heitir þar Hvammsmörk. Í Hvammsvík er hægt að njóta íslenska sumarsins til hins ýtrasta og fara á sjókajak. Arctic Adventures býður upp á hálfsdagsferðir á sumrin og er hægt að hittast við Hvammsvíkurafleggjaran. Ferðin hentar byrjendum vel og er róið meðfram ströndinni, framhjá klettabökkum og fallega grónu landinu.