Hvammstangi, kauptún við Miðfjörð, hið eina í Vestur–Húnavatnssýslu, löggiltur verslunarstaður 1895, verslun hófst um aldamótin 1900.
Aðalatvinnuvegir; verslun og landbúnaður, þjónusta og útvegur.
Öll húsin á Hvammstanga eru hituð með vatni sem kemur frá hvernum á Laugarbakka.
Kirkjustaður, áður var kirkjan í Kirkjuhvammi. Gamla kirkjan stendur þar enn og er í umsjá Þjóðminjasafns.
Hjá kirkjunni er eina ganghæfa vatnsmylla landsins.
Verslunarminjasafn og sundlaug. Þar er einnig Selasetur Íslands, sýning um seli við Ísland í nútíð og fortíð. Einnig eru listsýningar yfir sumartíman og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Setrið sinnir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu.