Hvanndalir

Hvanndalir, dalskvompa milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Þar er gróið land og býli var þar um aldir. Erfitt var um aðdrætti því illfært er þangað bæði á sjó og landi en sauðland gott. Byggð var ætíð slitrótt og hefur verið í eyði frá því um aldamótin 1900. Um Hvann­dali og Hvann­dala­bjarg hafa mynd­ast marg­ar þjóð­sög­ur, m.a. þjóð­sag­an um séra Hálf­dan á Felli í Sléttu­hlíð, er hann fór ríð­andi á kölska með Jón bónda í Málm­ey fyr­ir aft­an sig út all­an Skaga­fjörð og yfir að Hvann­dala­björg­um. Á Ódá­ins­akri í Hvann­döl­um uxu líf­grös sem gerðu þann ódauð­leg­an er þeirra neytti.