Hvarfdalur

Hvarf­dal­ur, ligg­ur til suð­urs frá Lág­heiði og um hann kunn­ur fjall­veg­ur úr Fljót­um til Svarf­að­ar­dals um Hvarf­dals­skarð. Svarf­að­ar­dals­meg­in er kom­ið nið­ur að Atla­stöð­um. Er þessi leið all­sæmi­leg og árið 1936 var heil búslóð flutt þar um norð­an úr Fljót­um ásamt öll­um kvik­fén­aði, kúm, hross­um og sauð­fé. Önn­ur leið um Hvarf­dal í Svarf­að­ar­dal og nokk­uð styttri er um Sand­skarð og Sand­ár­dal. Sand­skarð er að­eins um 50 m breitt og hrygg­ur þess ör­mjór. Þriðja leið­in milli Fljóta og Svarf­að­ar­dals er svo um Klaufa­brekk­ur eða Klaufa­brekkna­skarð. Leið­in af Lág­heiði ligg­ur um Klaufa­brekkna­dal og Svarf­að­ar­dals­meg­in er kom­ið nið­ur í ann­an Klaufa­brekkna­dal. Vest­an Klaufa­brekkna­skarðs er Gimbr­ar­hnjúk­ur en aust­an þess Auðn­a­sýl­ing. Enn er svo stór­brot­in fjalla­leið suð­ur úr Fljót­um og er þá far­ið um Móa­fells­dal og Há­kamba nið­ur á Helj­ar­dals­heiði og ofan í Kol­beins­dal.