Hvítá

Hvítá, mesta vatnsfall vestanlands. Fellur á mörkum Borgarfjarðar– og Mýrasýslna. Kemur undan Eiríksjökli, en á lengstan aðdraganda úr Norð­l­ingafljóti 117 km. Ein mesta laxveiðiá landsins. Var fyrst íslenskra veiði­áa leigð útlendingum. 1648 reisti Hollendingur hús við Hvítárós til þess að nytja laxveiðina. Var fær smáskipum neðan til, en eftir að Borgar­fjörður var brúaður safnaðist mikið af sandi og leir í fjörðinn ofan brúar.