Hvítá, mesta vatnsfall vestanlands. Fellur á mörkum Borgarfjarðar– og Mýrasýslna. Kemur undan Eiríksjökli, en á lengstan aðdraganda úr Norðlingafljóti 117 km. Ein mesta laxveiðiá landsins. Var fyrst íslenskra veiðiáa leigð útlendingum. 1648 reisti Hollendingur hús við Hvítárós til þess að nytja laxveiðina. Var fær smáskipum neðan til, en eftir að Borgarfjörður var brúaður safnaðist mikið af sandi og leir í fjörðinn ofan brúar.