Hvítárnes

Hvítárnes, víðáttumikið graslendi við Hvítárvatn, blautt en grösugt.

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi var reist 1930, fyrst allra sæluhúsa félagsins og hefur verið endurbyggt tvisvar.

Talið er að kvendraugur hafist við í Hvítárnesi.

Á steini sunnan sæluhússins, við hinn forna Kjalveg, er minningarskjöldur um Tryggva Magnússon (1896–1943), einn helsta frumkvöðul ferðamennsku á öræfum.