Hvolsvöllur

Hvolsvöllur, kauptún og höfuðstaður Rangárþings eystra, sveitafélags sem varð til 2002 við sameiningu 6 hreppa milli Eystri–Rangár og Jökulsár á Sól­heimasandi. Hvolsvöllur byggðist upp sem þjónustukjarni fyrir landbúnaðarhéraðið allt um kring. Það sem gerir það sérstakt og í raun ólíkt örðum þorpum er að öll þorp sem hafa byggst upp víða um land liggja að sjó með höfn eða við á þar sem voru ferjustæði nema Hvolsvöllur. Í dag er þar öll grunnþjónusta fyrir sveitarfélagið, þjónusta við landbúnaðinn og ferðaþjónustuna. Á Hvolsvelli búa 893 manns (1. jan 2012) en 1.741 í öllu sveitarfélaginu.