Ingólfsfjall

Ingólfsfjall, 551 m hátt móbergsfjall, kennt við Ingólf Arnarson. Uppi á fjallinu þúst, Inghóll, þar sem munnmælin segja að Ingólfur sé heygður. Suður úr fjallinu gengur bergrani með ljósgráum lit og heitir Silfurberg.