Jafnaskarðsskógur, allmikill skógur við Hreðavatn. Jafnaskarðsskógur er í eigu Skógræktar ríkisins, friðaður 1941. Hér eru skemmtilegar gönguleiðir, bæði afmarkaðir göngustígar um skóginn og lengri gönguleiðir á svæðinu sem finna má á sérstöku gönguleiðakorti. Víðsýnt er yfir uppsveitir Borgarfjarðar og falleg fjallasýn. Þjóðskógur.