Jarðbaðshólar

Jarðbaðshólar, gígahrúgöld forn. Þar var um langan aldur þurrabað við útstreymi af heitum gufum, heilnæmt gigtveikum. Sagt er að Guðmundur biskup góði hafi vígt baðið. Suðaustan við Jarðbaðshóla, um einn kílómetra frá þjóðveginum í Bjarnarflagi, eru Jarðböðin við Mývatn. Baðfélag Mývatnssveitar hefur þar komið upp aðstöðu með náttúrulegri jarðgufu og baðlóni með tilheyrandi pottum og fleiru. Þar er móttaka, verslun, veitingasalur, búningsaðstaða, snyrtingar og fleira.