Jökulgilstindur

Jökulgilstindur, 1313 m hár, á mót­um Suð­ur–Múla– og Aust­ur–Skafta­fells­sýslna, í norð­vest­ur frá Lóni. Hæst­ur fjalla á þess­um slóð­um. Í hon­um er all­mik­ill jök­ull og ligg­ur skrið­jök­ulstunga nið­ur í Jök­ul­gil við botn Flugu­staða­dals í Álfta­firði. Að­eins aust­ar á sama fjallsröðli er Af­rétt­ar­tind­ur, 1212 m. Áhugavert svæði fyrir fjallaáhugafólk.