Jökulgilstindur, 1313 m hár, á mótum Suður–Múla– og Austur–Skaftafellssýslna, í norðvestur frá Lóni. Hæstur fjalla á þessum slóðum. Í honum er allmikill jökull og liggur skriðjökulstunga niður í Jökulgil við botn Flugustaðadals í Álftafirði. Aðeins austar á sama fjallsröðli er Afréttartindur, 1212 m. Áhugavert svæði fyrir fjallaáhugafólk.